Linsan

By: RÚV Hlaðvörp
  • Summary

  • Linsan beinir sjónum sínum að konum í kvikmyndagerð, afrekum þeirra og reynslu. Fjallað er um hinar ýmsu kvikmyndir sem gerðar hafa verið af konum og hafa sett mark sitt spjöld sögunnar.

    Umsjón: Anna María Björnsdóttir.


    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    RÚV Hlaðvörp
    Show more Show less
activate_Holiday_promo_in_buybox_DT_T2
Episodes
  • Guðrún Elsa Bragadóttir og Kristín Svava Tómasdóttir um Dunu
    Aug 30 2024

    Kvikmyndagerðarkonan Guðný Halldórsdóttir er einn afkastamesti leikstjórinn í íslenskri kvikmyndasögu. Með leiftrandi og beittum húmor að vopni hefur henni tekist að skapa ógleymanlegar persónur sem lifa í manna minnum. Til mynda hennar má nefna Stellu í orlofi, Karlakórinn Hekla, Veðramót og Ungfrúin góða og húsið. Árið 2018 var hún sæmd heiðursverðlaunum Eddunnar fyrir einstakt framlag sitt til kvikmyndagerðar.

    Rætt er við Guðrúnu Elsu Bragadóttur kvikmyndafræðing og Kristínu Svövu Tómasdóttur, rithöfund og sagnfræðing, um feril Guðnýjar og verk hennar. Einnig er rifjað upp viðtal sem Vera Sölvadóttir tók við kvikmyndagerðarkonuna árið 2018 í þættinum Í húsi leikstjórans.


    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Show more Show less
    47 mins
  • For Sama og Hrafnhildur Gunnarsdóttir heimildarmyndagerðarkona
    Aug 23 2024

    Heimildamyndir geta verið öflugt pólitískt hreyfiafl en þær hafa einnig þann eiginleika að draga fram mennskuna sem býr erfiðum og flóknum aðstæðum að baki. Sýrlenska heimildarmyndin For Sama, eða Fyrir sömu, eftir leikstjórann Waad Al-Kateab fjallar um stríðið í borginni Aleppo þar sem hún bjó í fimm ár. Pálmi Freyr Hauksson, leikstjóri og handritshöfundur, ræðir myndina sem hlaut bæði BAFTA-verðlaunin og tilnefningu til Óskarsverðlaunanna.


    Hrafnhildur Gunnarsdóttir heimildarmyndagerðarkona segir frá hvers vegna hún fann sig knúna til að feta braut heimildarmyndagerðar. Hún segir nefnilega það að festa sögu á mynd ekki vera starf heldur lífsstíl.


    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Show more Show less
    51 mins
  • Orlando og Helga Rós Hannam búningahönnuður
    Aug 16 2024

    Tímamótaverkið Orlando frá 1992 í leikstjórn Sally Potter byggir á samnefndri skáldsögu Virginiu Woolf frá 1928 og á enn við í dag. Í fyrstu þótti sagan tala inn í frelsisbaráttu kvenna en í dag eru það skilaboðin um hinseginleikann sem sitja eftir. Bókmenntafræðingurinn Soffía Auður Birgisdóttir fer í saumana á þessu verki enda þýddi hún skáldsöguna yfir á íslensku árið 2017.


    Helga Rós Hannam er margverðlaunaður búningahönnuður. Hún segir frá því hvernig hún gat ekki fengið örlög sín flúið og leiddist út á braut búningahönnunar sem hún hefur starfað við í rúm 20 ár.


    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Show more Show less
    50 mins

What listeners say about Linsan

Average customer ratings

Reviews - Please select the tabs below to change the source of reviews.